Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

15.08.2010 20:23

Æfingar hefjast fyrir Ljósanótt

Fyrsta æfing fyrir Ljósanótt verður í Listasmiðjunni mánudaginn 23. ágúst kl. 19.30.  Á Ljósanótt mun kórinn halda stutta tónleika á laugardeginum og taka þátt í hátíðartónleikum í Stapa á sunnudeginum.
Nánar um það síðar.  Lagalisti fyrir tónleika á laugardegi er undir liðnum "Á döfinni".

18.05.2010 09:38

Minningartónleikar um Siguróla Geirsson

Tónleikar til minningar um tónlistarmanninn Siguróla Geirsson, verða haldnir í Keflavíkurkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 19. maí á afmælisdegi Siguróla sem hefði orðið 60 ára þennan dag.  Tónleikarnir hefjast kl. 20.

Á tónleikunum munu koma fram nokkrir kórar, lúðrasveit og einstaklingar sem flytja lög og útsetningar eftir Siguróla. Þar á meðal er Kvennakór Suðurnesja.  Auk þess munu nokkrir góðir vinir segja stuttar en skemmtilegar sögur sem tengjast Siguróla. Kynnir á tónleikunum verður Kjartan Már Kjartansson. Að tónleikunum loknum munu félagar Siguróla úr Frímúrarareglunni bjóða tónleikagestum upp á kaffi og konfekt í Safnaðarheimilinu auk þess sem þar verða sýndar myndir, handrit o.fl. sem tengjast ævi og starfi tónlistarmannsins.

Aðgöngumiðar verða seldir í forsölu á skrifstofu Keflavíkurkirkju frá kl. 10-12 þriðjudaginn 18. maí og miðvikudaginn 19. maí. Ef einhverjir miðar verða eftir þegar forsölu lýkur verða þeir seldir við innganginn frá kl. 19:00. Miðaverð er aðeins kr. 1.000.- og rennur óskipt í orgelsjóð kirkjunnar. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.

17.05.2010 08:33

Aðalfundur Kvennakórs Suðurnesja

Aðalfundur Kvennakórs Suðurnesja verður haldinn í kvöld, mánudaginn 17. maí kl. 20 í Listasmiðjunni á Ásbrú.  Venjuleg aðalfundarstörf.

12.05.2010 22:35

Tónleikar kórs Átthagafélags Strandamanna og Kvennakórs Suðurnesja

Laugardaginn 15. maí halda kór Átthagafélags Strandamanna og Kvennakór Suðurnesja sameiginlega tónleika í Bíósal Duushúsa.  Tónleikarnir hefjast kl. 16.  Stjórnandi kórs Átthagafélags Strandamanna er Krisztina Szklenár en hún stjórnaði Kvennakór Suðurnesja um nokkurra ára skeið.  Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þ. Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður F. Bogadóttir.

01.05.2010 18:04

Vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Það verður nóg um að vera hjá Kvennakór Suðurnesja á næstunni, en kórinn mun syngja á fimm tónleikum í maí.  Kórinn heldur vortónleika í Listasmiðjunni á Ásbrú mánudaginn 3. maí, þar sem verður kaffihúsastemmning, og í Bíósal Duushúsa miðvikudaginn 5. maí.  Tónleikarnir hefjast kl. 20 bæði kvöldin.  Kórinn mun frumflytja nokkur létt og skemmtileg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Þórarins Eldjárns en auk þess verða flutt lög úr óperum, dægurlög og kirkjuleg verk.  Helgina 7. - 9. maí fer kórinn til Akureyrar þar sem hann mun halda tónleika ásamt Kvennakór Akureyrar í Laugaborg í Eyjafirði laugardaginn 8. maí kl. 17.  Laugardaginn 15. maí syngur kvennakórinn síðan á tónleikum í Bíósalnum ásamt Átthagakór Strandamanna og miðvikudaginn 19. maí tekur kórinn þátt í minningartónleikum sem haldnir verða um Siguróla Geirsson.  Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir.  Miðaverði er stillt í hóf en það er aðeins kr. 1000. 

30.04.2010 11:04

Fréttabréf frá formanni

Jæja, þá nálgast vortónleikar óðfluga og Akureyrarferð líka. Vortónleikar eru mánudaginn 3. maí í sal Listasmiðjunnar á Ásbrú kl. 20.00. Eftir æfingu á laugardag sem byrjar 9.45 förum við í að gera salinn tilbúinn fyrir tónleika, eru konur beðnar um að koma með skúringafötur og græjur. Búið er að taka alla kassa úr salnum. Einnig ef einhverjar konur eru tilbúnar að baka muffins eða smákökur er það vel þegið, til að hafa með kaffinu á tónleikunum. Endilega látið mig vita hverjar vilja baka.  Miðvikudaginn 5. maí verðum við í Bíósal einnig kl. 20.00 og þurfum við ekkert að gera nema mæta og syngja.

Auglýsingar voru settar í bæði bæjarblöðin og gott væri ef konur sem eru á facebook myndu auglýsa tónleikana þar, einnig í gegnum póstinn sinn. Og enn betra er að selja miða á tónleikana í gegnum styrktaraðila.


Akureyri:

Við leggjum að stað til Akureyrar kl. 13.00 frá Stapa föstudaginn 7. maí.  Gist verður á Hótel Akureyri sem er mjög huggulegt hótel í fallegu, gömlu húsi rétt við miðbæinn.

Laugardaginn 8. maí förum við í skoðunarferð kl. 10.00, verðum komnar á hótel kl. 13.30-14.00 og gerum okkur klárar, lagt verður af stað inní Laugarborg kl. 15.15, tónleikar verða kl. 17.00.  Konur eru beðnar um að taka djammfötin með sér, en vera í búningum þegar farið er frá hóteli.  Matur og skemmtun um kvöldið í Laugarborg og haldið í bæinn (Akureyri) um miðnætti, þá geta þeir sem vilja halda áfram að skemmta sér farið út á lífið og hinir taka á sig náðir.  Farið verður heim seinni part á sunnudegi.


Verð á rútu til Akureyrar er kr. 8.300 pr. mann.

Verð í rútu innan Eyjafjarðar er kr. 1.000  fyrir flug og bílafólk.

Matur á laugardagskvöld er kr. 2.700 pr. mann.


Hildur H. form.

31.03.2010 16:34

Gleðilega páska

Þá er komið páskafrí, það verður engin æfing í kvöld, miðvikudag 31. mars.  Næsta æfing verður miðvikudaginn 7. apríl.  Ekki verða fleiri raddæfingar fram að vortónleikum þannig að allar raddir eiga að mæta bæði á mánudögum og miðvikudögum í apríl.  Vortónleikarnir verða 3. maí í Listasmiðjunni og 5. maí í Duushúsum og söngferð til Akureyrar 7.- 9. maí, meira um það síðar.
Gleðilega páska!

19.03.2010 11:40

Skemmtikvöld Kvennakórs Kópavogs

Á morgun, laugardaginn 20. mars, leggur Kvennakór Suðurnesja leið sína í Kópavoginn, en Kvennakór Kópavogs býður til skemmtunar þar sem fjórir kórar ætla að hittast og borða og syngja saman auk þess sem kórarnir bjóða upp á heimatilbúin skemmtiatriði.  Auk Kvennakórs Suðurnesja og Kvennakórs Kópavogs mæta einnig Kvennakórinn Ymur frá Akranesi og Karlakór Kópavogs.  Hver kór verður með sitt litaþema og hefur Kvennakór Suðurnesja valið sér bleikan lit, auk þess eiga allir að nota álpappír til að skreyta sig með.  Skemmtunin hefst kl. 19 og verður hún haldin á efri hæð íþróttahússins Smárans í Kópavogi.
Þær konur sem ætla að fara eiga að mæta í upphitun / æfingu í Listasmiðjunni áður en við leggjum af stað eða kl. 17.30.

15.03.2010 10:03

Allar raddir í kvöld

Allar raddir eiga að mæta á æfingu í kvöld, mánudag 15. mars.  Æfum fyrir Kópavogsferð.

08.03.2010 20:34

Lagalisti fyrir vortónleika 2010

Lagalisti fyrir vortónleika 2010 er kominn á síðuna undir liðnum "Á döfinni" hér að ofan.

08.03.2010 12:49

Raddæfing hjá alt

Mánudaginn 8. mars er raddæfing hjá alt.

17.02.2010 19:41

Kvennakór Suðurnesja syngur í Vogum á konudaginn

Kvennakór Suðurnesja mun syngja við helgistund sem haldin verður í Álfagerði í Vogum á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar kl. 20.  Kórinn syngur nokkur lög ásamt því að leiða söfnuðinn í söng.  Prestur er sr. Bára Friðriksdóttir.  Mæting fyrir kórfélaga kl. 19.

10.02.2010 13:27

Engin æfing

Æfingin í kvöld, miðvikudaginn 10. febrúar, fellur niður vegna veikinda.  Næsta mánudag eiga allar raddir að mæta á æfingu.

07.02.2010 22:55

Frí á mánudag

Það verður engin æfing mánudaginn 8. febrúar.  Sjáumst hressar og kátar á miðvikudaginn.

04.02.2010 11:19

Myndavél í óskilum

Það fannst lítil Canon myndavél fyrir utan Listasmiðjuna í gærkvöldi, ef einhver saknar myndavélar getur viðkomandi haft samband við Bryndísi Skúla, sjá upplýsingar undir síðunni "Um kórinn" hér fyrir ofan.
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 58
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 63694
Samtals gestir: 15490
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 15:23:31
##sidebar_two##

Tenglar