Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

Færslur: 2008 Desember

22.12.2008 09:50

Gleðileg jól

Kvennakór Suðurnesja sendir núverandi og fyrrverandi kórfélögum,  velunnurum sínum og Suðurnesjamönnum öllum sínar bestu óskir um gleðileg jól og heillaríkt komandi ár, með kæru þakklæti fyrir gott samstarf og stuðning á liðnum árum. 



Næsta verkefni kórsins verður álfasöngur á þrettándanum, nánar um það síðar.

17.12.2008 22:57

Mæting fimmtudag 18. desember

Mæting í Tónlistarskólanum á Þórustíg kl. 18:00 í upphitun, þurfum svo að vera mættar í Bláa lónið kl. 19:00.  Syngjum tvö af okkar jólalögum og tvö lög með karlakórnum.

17.12.2008 11:40

Styrktartónleikar í Bláa lóninu


Fimmtudaginn 18. desember ætlar einvalalið tónlistarmanna tengdir Suðurnesjum að koma fram á jólatónleikum til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja.  Á tónleikunum munu koma fram Elíza Geirsdóttir Newman, Jóhann Helgason, Karlakór Keflavíkur, Klassart, Kvennakór Suðurnesja, Magnús, Kjartan Már og Finnbogi Kjartanssynir, Védís Hervör og Þóranna Kristín.  Allir aðstandendur og þeir sem fram koma gefa vinnu sína og rennur andvirði aðgöngumiða óskert til Velferðarsjóðs Suðurnesja.


Fráfall Rúnars Júlíussonar hefur haft mikil áhrif á Suðurnesjamenn og hefur jafnframt áhrif á tónleikana, en Rúnni ætlaði að koma fram á tónleikunum ásamt fjölskyldu sinni.  Tónleikarnir verða því haldnir í minningu hans enda hafa flestir ef ekki allir tónlistarmennirnir sem fram koma kynnst Rúnna og margir hverjir unnið með honum í gegnum tíðina.
Viðtökur við hugmyndinni að tónleikunum hafa verið frábærar og allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum.  Auk tónlistarmannanna hafa fyrirtæki tekið vel í að styrkja verkefnið með framlögum í ýmsu formi.  Þannig leggur Bláa lónið til salinn, Sparisjóðurinn styrkir verkefnið og sér auk þess um miðasölu á tónleikana, Grágás gefur prentun og keflvískir hönnuðir sjá um auglýsingagerðina auk þess sem Víkurfréttir gefa auglýsingabirtingar.  Allt þetta gerir það mögulegt að láta ágóðann renna óskertan til málefnisins.

Tónleikarnir eru fimmtudaginn 18. desember og hefjast kl. 20:00 í Lava sal Bláa lónsins.  Miðaverð er kr. 2.500,- og forsala aðgöngumiða fer fram í útibúum Sparisjóðsins um öll Suðurnes.

Fjárframlög til Velferðarsjóðs Suðurnesja má leggja inn á reikning 1109-05-1151 kt. 680169-5789.


15.12.2008 12:09

Engar æfingar í þessari viku

Engar æfingar verða í þessari viku, það verður tilkynnt síðar um mætingu á fimmtudaginn.

10.12.2008 23:11

Tónleikar í Keflavíkurkirkju 14. desember 2008

Aðventutónleikar verða haldnir í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 14. desember kl. 20.00 til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. 

Velferðarsjóður hefur það að markmiði að veita stuðning til einstaklinga og fjölskyldna á svæðinu til viðbótar þeim úrræðum sem þegar hafa verið í boði.  Velferðarsjóður á Suðurnesjum er starfræktur í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.  Sjálfur stuðningurinn fer fram í gegnum þá aðila sem miðla styrkjum til fólks hér á svæðinu.  Ber þar að nefna kirkjurnar og ýmis líknarfélög.  Þau senda erindið áfram til Hjálparstarfsins sem veitir úr sjóðnum.  Allir geta lagt sjóðnum lið, bæði með beinum fjárframlögum og ekki síður ýmsu framtaki og söfnun.

Á tónleikunum koma fram:

Kvennakór Suðurnesja
Karlakór Keflavíkur
Kór Keflavíkurkirkju
Gleði-Gospel
Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari
Sigurður Flosason saxófónleikari


Stjórnendur eru Arnór Vilbergsson, Guðlaugur Viktorsson, Dagný Jónsdóttir og Ester Daníelsdóttir van Gooswillegen.

Arnór Vilbergsson er við píanóið.
Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Kynnir tónleikanna er Hjálmar Árnason.

Aðgangur er ókeypis, en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna í Velferðarsjóðinn.

09.12.2008 21:15

Samæfing miðvikudag 10. des. og helgin

Samæfing verður miðvikudag 10. desember í Keflavíkurkirkju kl. 20.00.
Mæting á laugardag í Tónlistarskólanum á Þórustíg kl. 14.15 í búningum og með jólabjöllur.
Mæting á sunnudag í Keflavíkurkirkju kl. 18.00 í búningum og með jólabjöllur.

07.12.2008 19:50

Kvennakór Suðurnesja söng í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Sunnudaginn 30. nóvember sl. söng Kvennakór Suðurnesja við messu í Ytri-Njarðvíkurkirkju.  Auk kvennakórsins komu einnig fram barnakór og unglingakór ásamt ungum hljóðfæraleikurum.  Kvennakórinn flutti fjögur jólalög, þar á meðal var frumflutningur á lagi Jóns Ásgeirssonar sem Gígjan, landssamband kvennakóra, fékk hann til að semja fyrir kvennakóra landsins í tilefni af áttræðisafmæli hans.  Margir kvennakórar víðsvegar á landinu frumfluttu lagið þennan dag, og vakti þessi atburður töluverða athygli í fjölmiðlum.  Tókst flutningur Kvennakórs Suðurnesja á laginu mjög vel og létu kirkjugestir vel af söngnum.
  • 1
Flettingar í dag: 30
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 62479
Samtals gestir: 15131
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 14:17:31
##sidebar_two##

Tenglar