Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

Kvennakór Suðurnesja var stofnaður 22. febrúar 1968
 
Netfang: kvennakorsudurnesja@gmail.com
 
Facebook: Kvennakór Suðurnesja
 
Stjórn Kvennakórs Suðurnesja 2022-2023:
 
Formaður: Guðrún Karitas Karlsdóttir
Varaformaður: Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir
Gjaldkeri: Sigurjóna Björk Andrésdóttir
Ritari: Rakel Kristín Gunnarsdóttir  
Meðstjórnendur: 
Halldóra Vala Jónsdóttir
Kristrún Anna Skarphéðinsdóttir
Ragnhildur Lovísa Guðmundsdóttir 
 
Raddformenn:
 
Sópran: Sigurjóna Björk Andrésdóttir
Messó: Aðalheiður Gunnarsdóttir
Alt: Guðrún Karítas Karlsdóttir
 

Nokkrar upplýsingar fyrir kórfélaga um starfsemi kórsins:

Æfingar eru á mánudögum kl. 19:30 (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudögum kl. 19:30 í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ.

Starfstímabil er alla jafna frá ágúst - maí. Þar inn í kemur jólafrí.

Æfingagjald er kr. 40.000 á ári, sem skiptist fyrir og eftir áramót. Sendir eru út greiðsluseðlar sem hægt er að greiða í banka, annað hvort í einu lagi eða skipta greiðslunum og greiða inn á kröfuna.

Kórfélagar eru oftast í sérstökum búningum þegar þær koma fram með kórnum.

Bannað er að vera með ilmvötn og sterk hárlökk á æfingum og tónleikum þar sem slíkt er mjög slæmt fyrir raddbönd okkar og mörg hafa ofnæmi fyrir þessum efnum.

Miðað er við að mætingar séu u.þ.b. 70% á æfingar til að taka þátt í tónleikum. Ætlast er til að raddformenn séu látnir vita um forföll.  Nöfn raddformanna koma fram hér á síðunni.

Venjan er að halda tvenna vortónleika og stundum eru haldnir jólatónleikar. Gera má ráð fyrir að farið sé í lengri eða styttri tónleikaferðir.

Stefna kórsins er að ekki sé verið með nótur eða texta á tónleikum. Ætlast er til að konur læri lögin og textana utan að.

Kórinn tekur alltaf þátt í tveimur uppákomum á vegum Reykjanesbæjar. Annars vegar er um að ræða Ljósanótt þar sem kórinn syngur í Syngjandi sveiflu í Duushúsum og e.t.v. við fleiri tækifæri. Hins vegar er um að ræða þrettándagleði Reykjanesbæjar, þar sem álfadrottning hefur komið úr röðum kórsins, auk þess sem aðrir kórfélagar taka þátt í þrettándagöngu og söng og klæðast álfabúningum. Mikilvægt er að konur mæti á þessar uppákomur þar sem kórinn er með þjónustusamning við Reykjanesbæ um fjárframlag gegn því að kórinn taki þátt í þeim auk þess að halda tónleika í bænum og við viljum gera þetta vel.

Farið er í æfingabúðir á hverjum vetri. Venjan er að fara í febrúar yfir helgi, frá laugardagsmorgni til sunnudagskvölds.

Flettingar í dag: 9
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 42
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 61280
Samtals gestir: 14895
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 04:29:05
##sidebar_two##

Tenglar