Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

Færslur: 2009 Janúar

29.01.2009 17:46

Raddæfing hjá alt

Mánudaginn 2. febrúar verður raddæfing hjá alt en frí hjá sópran og messó.

26.01.2009 12:36

Raddæfing hjá sópran í kvöld

Í kvöld er raddæfing hjá sópranemoticon , frí hjá messó og altemoticon .

22.01.2009 11:30

Lagalisti vor 2009

Hér er lagalisti Kvennakórs Suðurnesja fyrir vortónleika 2009.  Það er alþjóðlegt yfirbragð á lagavalinu að þessu sinni, auk nokkurra íslenskra laga eru á listanum lög frá Filippseyjum, Rússlandi, Serbíu, Japan, Kenýa, Suður-Ameríku, Jamaíka og Svíþjóð.  Þær sem eiga nótur að þeim lögum sem við höfum sungið áður (Jónasarlögin, Ahay Tuburan og Niska Banja), endilega reynið að finna þær hjá ykkur og koma með á næstu æfingu.

Lagalisti vorönn 2009

Jónasarlög:
    Heylóarvísa
    Úr Hulduljóðum
    Vorvísa (Tinda fjalla)

Ahay Tuburan
Kalinka
Niska Banja
Hotaru Koi
Kenya Melodies
Sway
El ritmo de la noche
People get ready
Mamma mia syrpa
Hvítir mávar


Það verður gaman að takast á við þetta, og munið bara að byrja strax að læra textana, það er ekki hægt að læra þetta allt á síðustu stundu.

21.01.2009 22:16

Raddæfing hjá sópran mánudaginn 26. janúar

Næsta mánudag, 26. janúar verður raddæfing hjá sópran og því frí hjá messó og alt.

14.01.2009 23:34

Kvennakórinn fluttur

Kvennakórinn hefur flutt starfsemi sína í Listasmiðjuna á Vallarheiði og var fyrsta æfingin þar á mánudaginn.  Kórkonur byrjuðu á því að þrífa aðstöðuna áður en þær hófu upp raust sína.  Eflaust verður farið í einhverjar endurbætur á húsnæðinu með tíð og tíma, en mest um vert er að kórinn er nú kominn með aðstöðu þar sem hægt er að hafa allt á einum stað, en hingað til hafa eigur kórsins eins og nótnasafn og fleira verið geymdar á hinum ýmsu stöðum, oft heima hjá stjórnarkonum en síðast í geymslu sem Byggðasafnið hefur til umráða.  Með húsnæðinu fylgdi píanó sem greinilega hefur verið mikið notað, og þurfti aðeins að "tjasla því saman" eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Fleiri myndir í myndaalbúmi.

09.01.2009 15:55

Æfingar hefjast í Listasmiðjunni á Vallarheiði

Þá er þrettándandum lokið og var okkar kona, Birta Rós Arnórsdóttir glæsileg sem álfadrottning eins og von var á.  Tókust hátíðarhöld vel og flugeldasýningin glæsileg að venju.  Þó fannst okkur í álfakórnum að þeir sem að skipulagninunni stóðu hefðu mátt gefa okkur meiri upplýsingar um til hvers væri ætlast af okkur, eins og oft áður þegar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi hátíðarhaldanna.

En nú eru æfingar að hefjast að nýju eftir jólafrí og nú á nýjum stað, en við ætlum að flytja okkur í Listasmiðjuna á Vallarheiði þar sem Reykjanesbær hefur útvegað okkur aðstöðu.  Fyrsta æfingin þar verður næstkomandi mánudag, 12. janúar kl. 19.30.  Listasmiðjan er til húsa að Keilisbraut 773 á Vallarheiði.

03.01.2009 16:19

Æfing fyrir þrettándann

Gleðilegt ár!



Þá er komið að fyrsta verkefni nýs árs, hinni árlegu þrettándabrennu og álfasöngnum okkar.  Æfing fyrir þrettándann verður mánudaginn 5. janúar kl. 20:00 í Tónlistarskólanum á Austurgötu.  Hittumst allar hressar eftir jólafrí og muna eftir textunum.
  • 1
Flettingar í dag: 29
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 36
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 62478
Samtals gestir: 15131
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 13:47:13
##sidebar_two##

Tenglar