Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

18.05.2010 09:38

Minningartónleikar um Siguróla Geirsson

Tónleikar til minningar um tónlistarmanninn Siguróla Geirsson, verða haldnir í Keflavíkurkirkju annað kvöld, miðvikudagskvöldið 19. maí á afmælisdegi Siguróla sem hefði orðið 60 ára þennan dag.  Tónleikarnir hefjast kl. 20.

Á tónleikunum munu koma fram nokkrir kórar, lúðrasveit og einstaklingar sem flytja lög og útsetningar eftir Siguróla. Þar á meðal er Kvennakór Suðurnesja.  Auk þess munu nokkrir góðir vinir segja stuttar en skemmtilegar sögur sem tengjast Siguróla. Kynnir á tónleikunum verður Kjartan Már Kjartansson. Að tónleikunum loknum munu félagar Siguróla úr Frímúrarareglunni bjóða tónleikagestum upp á kaffi og konfekt í Safnaðarheimilinu auk þess sem þar verða sýndar myndir, handrit o.fl. sem tengjast ævi og starfi tónlistarmannsins.

Aðgöngumiðar verða seldir í forsölu á skrifstofu Keflavíkurkirkju frá kl. 10-12 þriðjudaginn 18. maí og miðvikudaginn 19. maí. Ef einhverjir miðar verða eftir þegar forsölu lýkur verða þeir seldir við innganginn frá kl. 19:00. Miðaverð er aðeins kr. 1.000.- og rennur óskipt í orgelsjóð kirkjunnar. Allir sem koma að tónleikunum gefa vinnu sína.
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64617
Samtals gestir: 15874
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 05:59:22
##sidebar_two##

Tenglar