Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

Færslur: 2010 Febrúar

17.02.2010 19:41

Kvennakór Suðurnesja syngur í Vogum á konudaginn

Kvennakór Suðurnesja mun syngja við helgistund sem haldin verður í Álfagerði í Vogum á konudaginn, sunnudaginn 21. febrúar kl. 20.  Kórinn syngur nokkur lög ásamt því að leiða söfnuðinn í söng.  Prestur er sr. Bára Friðriksdóttir.  Mæting fyrir kórfélaga kl. 19.

10.02.2010 13:27

Engin æfing

Æfingin í kvöld, miðvikudaginn 10. febrúar, fellur niður vegna veikinda.  Næsta mánudag eiga allar raddir að mæta á æfingu.

07.02.2010 22:55

Frí á mánudag

Það verður engin æfing mánudaginn 8. febrúar.  Sjáumst hressar og kátar á miðvikudaginn.

04.02.2010 11:19

Myndavél í óskilum

Það fannst lítil Canon myndavél fyrir utan Listasmiðjuna í gærkvöldi, ef einhver saknar myndavélar getur viðkomandi haft samband við Bryndísi Skúla, sjá upplýsingar undir síðunni "Um kórinn" hér fyrir ofan.

02.02.2010 21:36

Skálholtsferð

Kórinn fer í æfingabúðir í Skálholti um næstu helgi, 6.-7. febrúar.  Lagt verður af stað frá SBK kl. 10.00 á laugardagsmorgun, mæting kl. 9.45.  Kostnaður er kr. 11.000 og er innifalið í því gisting og matur alla helgina, þ.e. hádegisverður, miðdegiskaffi og kvöldverður á laugardegi og morgunverður, hádegisverður og miðdegiskaffi á sunnudegi.  Konur þurfa að taka með sér sængur- og koddaver.  Á laugardagskvöld verður haldin skemmtun með kvöldverði og heimatilbúnum skemmtiatriðum.  Fatnaður fyrir kvöldskemmtunina þarf að vera þægilegur og má ekki þrengja að konum svo allar geti hreyft sig svolítið!  Restin af helginni fer svo í að syngja, syngja, syngja, en það er einmitt tilgangurinn með ferðinni að æfa prógrammið fyrir vortónleikana.  Áætluð heimkoma er svo milli klukkan 19.00 og 20.00 á sunnudagskvöld.  Nánari upplýsingar síðar í vikunni.
  • 1
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 163
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 64099
Samtals gestir: 15646
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 00:55:59
##sidebar_two##

Tenglar