Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

Færslur: 2008 Maí

28.05.2008 22:37

Ítalíupartý

Takk kærlega fyrir síðast dömur, við slóum í gegn einsog vanalega og gekk allt mjög vel. Heimilisfólkið á Garðvangi var rosa ánægt með okkur og einnig tókst söngurinn í brúðkaupinu mjög vel. Innilega til hamingju brúðhjón!

Næst á dagskrá er svo Ítalíupartý aldarinnar.... eruði ekki spenntar??  Við ætlum að hittast í æfingarhúsnæðinu okkar í Njarðvík á föstudaginn, grilla, gleðjast, grínast og gantast fram eftir kvöldi. Mökum okkar er að sjálfsögðu boðið með, eða kórbullunum krúttlegu, þannig að það verður fjör. Allir að koma með myndir af Ítalíuförinni sem geta og eiga. En annars verður myndashow sem búið er að búa til.

Takk fyrir ábendinguna Heiða með aðalfundinn, það voru ekki allar á honum þannig að kannski er vert að stikla á stóru hvað kom fram á honum. Þessi venjulegu aðalfundarstörf eru alltaf fastur liður, einsog td skýrsla formanns og ritari las síðustu fundargerð, kosið var í nýja stjórn; nýr formaður leit dagsins ljós og henni óskað velfarnaðar í starfi. Nýja stjórn skipa;  Erla Arnoddsdóttir formaður, Hildur áfram varaformaður, Bryndís gjaldkeri, Ellý ritari og Helga meðstjórnandi. Sigurbjörg hættir í stjórn og þakkar fyrir sig. Farið var yfir húsnæðismálin okkar og þau ætlum við að skoða enn betur og ræða. Við ræddum næstu utanlandsferð og margar hugmyndir komu fram, Kanada var þar fyrst nefnt og margar tóku vel í það, fleiri tillögur komu, svo sem Færeyjar, Noregur og fleiri, einnig ætlum við að fylgjast með hvað er að gerast útí heimi hvað varðar keppnir eða tónleika fyrir okkur, þannig að allt er opið.  Ákveðið var að næsta stjórn myndi skipuleggja heimsókn til Akureyrar næsta vor.  Dagný og Geirþrúður komu svo á fundinn og héldum við smá æfingu fyrir brúðkaupið og Garðvang. Vona að ég sé ekki að gleyma neinu en endilega kommenta ef þið munið eitthvað.
Hlakka til að sjá ykkur á föstudagskvöldið
Arrivederci Amore

21.05.2008 23:51

Heimsókn á Garðvang og Brúðkaup framundan!

   Jæja dömur,  þá fer þessu starfsári að ljúka og sumarið svo sannarlega farið að ylja manni.Búið að vera mjög annasamur vetur hjá okkur og skemmtilegur í alla staði, og allt gengið upp! Aðalfundi lokið, sem heppnaðist mjög vel og ný stjórn mynduð.       
    Núna um helgina ætlum við svo að enda þetta með því að syngja á Garðvangi og í brúðkaupi. Við ætlum að hittast útí Garði, nánar tiltekið í tónlistarskólanum í Garði og hita þar upp klukkan 16.00, þaðan verður svo farið á Garðvang og sungin nokkur lög fyrir heimilisfólkið þar.  Síðan liggur leið okkar í Samkomuhúsið í Sandgerði þar sem við ætlum að taka lagið í Brúðkaupi Gísla syni hennar Díu okkar. Þar tökum við nokkur vel valin lög og bræðum gesti og gangandi einsog okkur er einum lagið!
Mætum allar í okkar fínasta, (eða búningunum okkar fallegu) og með söng á vörum og gleði í hjarta! 
Sjáumst hressar!! 
  • 1
Flettingar í dag: 35
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 15
Gestir í gær: 3
Samtals flettingar: 62448
Samtals gestir: 15118
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 23:39:09
##sidebar_two##

Tenglar