Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

02.02.2010 21:36

Skálholtsferð

Kórinn fer í æfingabúðir í Skálholti um næstu helgi, 6.-7. febrúar.  Lagt verður af stað frá SBK kl. 10.00 á laugardagsmorgun, mæting kl. 9.45.  Kostnaður er kr. 11.000 og er innifalið í því gisting og matur alla helgina, þ.e. hádegisverður, miðdegiskaffi og kvöldverður á laugardegi og morgunverður, hádegisverður og miðdegiskaffi á sunnudegi.  Konur þurfa að taka með sér sængur- og koddaver.  Á laugardagskvöld verður haldin skemmtun með kvöldverði og heimatilbúnum skemmtiatriðum.  Fatnaður fyrir kvöldskemmtunina þarf að vera þægilegur og má ekki þrengja að konum svo allar geti hreyft sig svolítið!  Restin af helginni fer svo í að syngja, syngja, syngja, en það er einmitt tilgangurinn með ferðinni að æfa prógrammið fyrir vortónleikana.  Áætluð heimkoma er svo milli klukkan 19.00 og 20.00 á sunnudagskvöld.  Nánari upplýsingar síðar í vikunni.
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64656
Samtals gestir: 15882
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 09:30:16
##sidebar_two##

Tenglar