Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

30.04.2010 11:04

Fréttabréf frá formanni

Jæja, þá nálgast vortónleikar óðfluga og Akureyrarferð líka. Vortónleikar eru mánudaginn 3. maí í sal Listasmiðjunnar á Ásbrú kl. 20.00. Eftir æfingu á laugardag sem byrjar 9.45 förum við í að gera salinn tilbúinn fyrir tónleika, eru konur beðnar um að koma með skúringafötur og græjur. Búið er að taka alla kassa úr salnum. Einnig ef einhverjar konur eru tilbúnar að baka muffins eða smákökur er það vel þegið, til að hafa með kaffinu á tónleikunum. Endilega látið mig vita hverjar vilja baka.  Miðvikudaginn 5. maí verðum við í Bíósal einnig kl. 20.00 og þurfum við ekkert að gera nema mæta og syngja.

Auglýsingar voru settar í bæði bæjarblöðin og gott væri ef konur sem eru á facebook myndu auglýsa tónleikana þar, einnig í gegnum póstinn sinn. Og enn betra er að selja miða á tónleikana í gegnum styrktaraðila.


Akureyri:

Við leggjum að stað til Akureyrar kl. 13.00 frá Stapa föstudaginn 7. maí.  Gist verður á Hótel Akureyri sem er mjög huggulegt hótel í fallegu, gömlu húsi rétt við miðbæinn.

Laugardaginn 8. maí förum við í skoðunarferð kl. 10.00, verðum komnar á hótel kl. 13.30-14.00 og gerum okkur klárar, lagt verður af stað inní Laugarborg kl. 15.15, tónleikar verða kl. 17.00.  Konur eru beðnar um að taka djammfötin með sér, en vera í búningum þegar farið er frá hóteli.  Matur og skemmtun um kvöldið í Laugarborg og haldið í bæinn (Akureyri) um miðnætti, þá geta þeir sem vilja halda áfram að skemmta sér farið út á lífið og hinir taka á sig náðir.  Farið verður heim seinni part á sunnudegi.


Verð á rútu til Akureyrar er kr. 8.300 pr. mann.

Verð í rútu innan Eyjafjarðar er kr. 1.000  fyrir flug og bílafólk.

Matur á laugardagskvöld er kr. 2.700 pr. mann.


Hildur H. form.

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 33
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 62848
Samtals gestir: 15276
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 18:12:11
##sidebar_two##

Tenglar