Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

29.11.2011 15:47

Jólatónleikar Kvennakórs Suðurnesja

Kvennakór Suðurnesja heldur tvenna jólatónleika þetta árið. Fyrri tónleikarnir verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 5. desember og hinir síðari í Listasal Duushúsa miðvikudaginn 7. desember. Tónleikarnir hefjast kl. 20 bæði kvöldin.
 Á dagskránni eru jólalög úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend. Meðal annars mun kórinn flytja lag Suðurnesjatónskáldsins Sigurðar Sævarssonar, Þeir hringdu hljómþungum klukkum, en það var valið jólalag RÚV árið 2010. Einnig verða fluttar jólaperlur eins og Hin fyrstu jól eftir Ingibjörgu Þorbergs, Hvít jól eftir Irving Berlin, Ave Maria eftir J.S. Bach og Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða eftir Gunnar Þórðarson við texta Halla, Ladda og Gísla Rúnars, auk fleiri fallegra og skemmtilegra jólalaga sem munu án efa koma  tónleikagestum í jólaskapið.
Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Dagný Þórunn Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir.
Miðasala er hafin hjá kórkonum og er miðaverð í forsölu kr. 1500. Hægt er að panta miða í forsölu í síma 898 7744 og 897 4776 eða með tölvupósti á netfangið inadora@simnet.is. Einnig verða seldir miðar við innganginn og verður miðaverð þá kr. 2000. Frítt er fyrir börn 14 ára og yngri.

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 88
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 63794
Samtals gestir: 15559
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 15:21:17
##sidebar_two##

Tenglar