Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

04.09.2011 10:51

Opin æfing

Kvennakór Suðurnesja býður konum á Suðurnesjum sem hafa áhuga á að syngja i kór á opna æfingu mánudagskvöldið 5. september kl. 20. Æfingar kórsins eru haldnar í Listasmiðjunni á Ásbrú á mánudögum kl. 20 og raddæfingar á sama tíma á miðvikudögum. Þær konur sem ekki komast á opnu æfinguna en hafa þó áhuga á að starfa með kórnum eru velkomnar til okkar á æfingu hvenær sem þær vilja.
Það er ýmislegt framundan í vetur, haldnir verða jólatónleikar og vortónleikar, farið í æfingabúðir og næsta vor ætlar kórinn í söngferð til Færeyja.
Kórinn tók þátt í Ljósanótt sem lýkur í dag. Á föstudagskvöldið var viðburðurinn "Klikkaður kærleikur" haldinn í Víkingaheimum og var eftirfarandi umfjöllun á vf.is:
"Tískusýning á Suðurnesjafatnaði undir töfratónum þungarokks og kvennakórs sló í gegn í Víkingaheimum á Ljósanótt í Reykjanesbæ í gærkvöldi.
Klikkaður kærleikur var nafn dagskrárinnar sem var hugmynd þeirra Spiral-systra Írisar Jónsdóttur og Ingunnar E. Yngvadóttur ásamt þeim Guðnýju Kristjánsdóttur og Davíð Óskarssyni en þau tvö síðastnefndu hafa verið tengd starfsemi Leikfélags Keflavíkur í langan tíma.
Sýningarhópur Spiral hönnunar sýndi nýjan fatnað undir tónlist Deep Jimi en með þeim sem og einn og sér söng Kvennakór Suðurnesja. Umhverfið með Víkingaskipið Íslending var afskaplega skemmtilegt og gestir sem troðfylltu Víkingaheima skemmtu sér vel á þessari óvanalegu en skemmtilegu uppákomu."
Á laugardaginn var tónleikasyrpan "Syngjandi sveifla" í Duushúsum þar sem kórinn söng fyrir troðfullum Bíósal.
Það er því margt skemmtilegt sem kórinn tekur sér fyrir hendur og tilvalið fyrir söngglaðar konur að drífa sig í kórinn núna.

Flettingar í dag: 86
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64671
Samtals gestir: 15888
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 11:51:34
##sidebar_two##

Tenglar