Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

28.10.2010 11:07

Sólheimaferð

Helgina 6. - 7. nóvember munu kórkonur fara að Sólheimum í Grímsnesi og eiga góða stund saman.  Þetta verður eins konar "saumaklúbbur" þar sem ætlunin er að sauma álfabúninga en eins og flestum ætti að vera kunnugt tekur kórinn þátt í Þrettándagleði í Reykjanesbæ á hverju ári.  Þær sem tök hafa á eru því beðnar að taka með sér saumavélar.
Lagt verður af stað kl. 10.30 á laugardagsmorgni og verður sameinast í bíla.  Dagurinn fer svo væntanlega að mestu í saumaskap en um kvöldið eldum við mat og skemmtum okkur saman.  Konur þurfa að taka með sér mat fyrir helgina, þ.e. eitthvað snarl yfir daginn og kvöldmat á laugardeginum og morgunmat á sunnudegi.  Verð fyrir gistingu er um kr. 4000 á konu.

Laugardaginn 20. nóvember verður hin árlega laufabrauðsgerð.  Þá mæta allar sem vettlingi geta valdið og taka fjölskyldurnar með til að skera út og steikja laufabrauð.  Því fleiri sem mæta því fyrr verðum við búnar.  Laufabrauðið hefur verið mjög vinsælt og best er ef konur eru búnar að taka niður pantanir fyrirfram.  Við þurfum að vera duglegar í fjáröfluninni til að greiða niður kostnað við landsmótið í vor og svo Færeyjaferðina sem er fyrirhuguð vorið 2012.  
Kórinn er einnig með falleg tækifæriskort og afmælisdagatöl með myndum eftir Hildi Harðar til sölu og má sjá eina af myndunum hér til hliðar.

Kvennakór Suðurnesja heldur jólatónleika ásamt Söngsveitinni Víkingum í Stapa miðvikudaginn 1. desember kl. 20.  Lagalisti er undir liðnum "Á döfinni".  Sunnudaginn 5. desember syngur kórinn fyrir eldri borgara á Hlévangi og Garðvangi.  Nánar um það síðar.
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64628
Samtals gestir: 15877
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 07:14:42
##sidebar_two##

Tenglar