Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

13.09.2010 11:27

Opin æfing á miðvikudag

Kvennakór Suðurnesja heldur opna æfingu í Listasmiðjunni á Ásbrú miðvikudaginn 15. september kl. 20.  Allar konur sem hafa áhuga á söng eru boðnar velkomnar, annað hvort til að taka þátt í æfingunni eða sitja og hlusta.  Það verður kaffi á könnunni og súkkulaði með.  Flestar kórkonur eru úr Reykjanesbæ, en kórinn er opinn konum af öllum Suðurnesjum og eru konur úr Grindavík, Vogum, Garði og Sandgerði hvattar til að mæta líka. 

Æfingar verða í Listasmiðjunni á mánudögum og miðvikudögum kl. 20-22 í vetur.  Á mánudögum eru yfirleitt raddæfingar þannig að hver rödd mætir þriðja hvern mánudag.  Þegar nær dregur tónleikum eða öðrum viðburðum mæta þó yfirleitt allar raddir á báðar æfingar.

Það er ýmislegt á döfinni hjá kórnum.  Fyrir jólin er ætlunin að halda aðventutónleika með söngsveitinni Víkingum og verður byrjað að æfa jólalögin fljótlega.  Eftir áramót fer kórinn svo í árlegar æfingabúðir í Skálholti.  Næsta vor verður haldið landsmót kvennakóra á Selfossi og mun Kvennakór Suðurnesja taka þátt í því auk þess að halda vortónleika hér heima.  Vorið 2012 er svo stefnan sett á söngferðalag til Færeyja.  Það er því margt skemmtilegt og spennandi framundan.  Það má líka benda á að það er læknisfræðilega sannað að við söng framleiðir heilinn endorfin, gleðigjafann sem er besta ráðið við þunglyndi, þannig að það er þjóðhagslega hagkvæmt að sem flestir syngi í kórum, enda er þetta líka frábær félagsskapur.

Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64647
Samtals gestir: 15881
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 08:17:24
##sidebar_two##

Tenglar