Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

21.09.2009 09:26

Raddæfing hjá sópran

Það var gaman að sjá margar nýjar konur á æfingu síðastliðið miðvikudagskvöld og vonum við að öllum hafi litist vel á og haldi áfram að syngja með okkur.  Við eigum jafnvel von á fleirum sem hafa boðað komu sína en komust ekki síðast.  Kynningarkvöldið tókst vel, mætingin hefði kannski alveg mátt vera aðeins meiri, en þær sem mættu skemmtu sér vel og gæddu sér á kræsingunum sem kvennakórskonur buðu upp á.  Við þökkum þeim sem kíktu á okkur og kvennakórskonum er þakkað fyrir frábært kvöld og glæsilegar veitingar.
Í kvöld, mánudag 21. september verður raddæfing hjá sópran þannig að það er frí hjá messó og alt.  Á miðvikudagskvöld eiga allar að mæta.  Minnt er á að æfingar hefjast núna kl. 20 en ekki kl. 19.30 eins og verið hefur undanfarin ár, og eru konur beðnar að mæta tímanlega svo æfingarnar nýtist sem best. 
Athugið að undir liðnum "Á döfinni" hér að ofan má sjá hvað er framundan hjá kórnum.
Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64668
Samtals gestir: 15887
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 11:18:43
##sidebar_two##

Tenglar