Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

07.09.2009 13:12

Frí í þessari viku

Þá er Ljósanótt lokið og óhætt að segja að Kvennakórskonur hafi staðið sig frábærlega í þeirri fjölbreyttu dagskrá sem kórinn tók þátt í, en hún hófst á fimmtudagskvöld með tónleikunum "Pakkið í Pakkhúsinu", en þá söng kórinn með Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni og hljómsveit, lög eftir hann fyrir fullu húsi á efri hæð Svarta Pakkhússins.  Á föstudeginum sungu Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur lög úr Ljósanætursvítunni við opnun sýningarinnar Reykjanes 2009.  Um kvöldið kom Pakkið í Pakkhúsinu síðan fram á útisviðinu við Ægisgötu og flutti nokkur lög.  Á laugardeginum byrjaði Kvennakórinn í Íþróttaakademíunni á sýningunni Reykjanes 2009 þar sem hann flutti nokkur lög, næst var haldið í Bíósal Duushúsa þar sem einnig var sungið, og um kvöldið tók kórinn síðan þátt í Ljósanætursvítunni á útisviðinu ásamt Karlakór Keflavíkur, ýmsum söngvurum og hljómsveit frammi fyrir 40-50 þúsund manns að talið var.  Á sunnudaginn lauk síðan Ljósanótt með glæsilegum hátíðartónleikum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem fram komu Kvennakór Suðurnesja, Karlakór Keflavíkur, kór Keflavíkurkirkju, sönghópurinn Orfeus, fjöldi einsöngvara og hljómsveit.  Troðfullt var á tónleikunum og voru áhorfendur greinilega ánægðir með þessa tónlistarveislu, en á dagskrá var m.a. söngleikjasyrpa og atriði úr óperunni La Boheme.
Alls kom því Kvennakór Suðurnesja sjö sinnum fram á þessari Ljósanæturhátíð og gekk þetta allt saman mjög vel.  Kórkonur eru því eflaust þreyttar eftir langa sönghelgi og því verða engar æfingar þessa vikuna svo að raddböndin nái að jafna sig.  Kórinn hittist aftur á kynningarkvöldi kórsins mánudaginn 14. september og svo hefjast æfingar fyrir vetrarprógramm miðvikudaginn 16. september.  Nánar um kynningarkvöldið fljótlega.
Flettingar í dag: 90
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64675
Samtals gestir: 15890
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 12:26:43
##sidebar_two##

Tenglar