Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

01.09.2009 15:06

Ljósanæturævintýri Kvennakórs Suðurnesja

Um næstu helgi, 3. - 6. september, verður Ljósanótt haldin í tíunda sinn í Reykjanesbæ og verður hátíðin enn glæsilegri en áður af því tilefni.  Kvennakór Suðurnesja tekur virkan þátt í hátíðinni og kemur fram við ýmis tækifæri alla dagana sem hátíðin stendur yfir. 
Á fimmtudagskvöld kl. 21 verða haldnir tónleikarnir "Pakkið í Pakkhúsinu" á efri hæð Svarta Pakkhússins þar sem Guðmundur Rúnar Lúðvíksson mun flytja 13 frumsamin lög ásamt Kvennakór Suðurnesja og hljómsveit, og á föstudagskvöld verða nokkur þessara laga flutt á útisviðinu við Ægisgötu.  Á föstudeginum mun Kvennakórinn ásamt Karlakór Keflavíkur syngja við opnun sýningarinnar Reykjanes 2009 í Íþróttaakademíunni kl. 16.
Á laugardag kemur Kvennakór Suðurnesja fram á sýningunni Reykjanes 2009 í Íþróttaakademíunni kl. 13 og í Bíósal Duushúsa kl. 14, en þar mun kórinn flytja lög frá ýmsum löndum.  Á laugardagskvöldinu verður svo flutt á útisviðinu "Ljósanætursvítan", lög eftir tónskáld úr bæjarfélaginu í útsetningu Þóris Baldurssonar.  Fram koma: Einar Júlíusson, Erna Hrönn, Eiríkur Hauksson, Björgvin Halldórsson, Kvennakór Suðurnesja og Karlakór Keflavíkur ásamt hljómsveit, en kórarnir munu meðal annars flytja Ljósalagið 2009, "Ég sá ljósið" eftir Rúnar Júlíusson.  Að því loknu hefst hin margrómaða flugeldasýning Ljósanætur.
Á sunnudaginn verða síðan haldnir hátíðartónleikar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja kl. 16, en þar munu kórar af svæðinu, einsöngvarar og hljómsveit flytja lög og atriði úr söngleikjum og óperum, m.a. úr Jesus Christ Superstar, Fiðlaranum á þakinu, My fair lady og La boheme.  Flytjendur eru Valdimar Haukur Hilmarsson baritón, Bragi Jónsson bassi, Rúnar Guðmundsson tenór, Jóhann Smári Sævarsson bassi, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Dagný Jónsdóttir sópran, Jelena Raschke sópran, Elmar Þór Hauksson tenór, Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, kór Keflavíkurkirkju, sönghópurinn Orfeus, hljómsveitin Talenturnar og félagar út Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.  Stjórnendur eru Arnór Vilbergsson og Karen J. Sturlaugsson.
Kvennakór Suðurnesja hvetur alla til að kíkja á þessa frábæru viðburði og að sjálfsögðu á allt það sem er í boði á Ljósanótt, en dagskrána í heild sinni má sjá á ljosanott.is.
Flettingar í dag: 110
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64695
Samtals gestir: 15896
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 14:11:45
##sidebar_two##

Tenglar