Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

26.08.2009 11:06

Ljósanæturævintýri Kvennakórs Suðurnesja

Það verður þéttskipuð dagskrá hjá kórnum fram að og á Ljósanótt, en hún lítur nokkurn veginn svona út:

Sunnudagur 30. ágúst kl. 20-22, kóræfing í aðstöðunni okkar.  Æfum lögin okkar úr tónleikaprógrammi frá í vor.

Mánudagur 31. ágúst kl 19-?, æfing með Guðmundi Rúnari uppi á lofti í Svarta pakkhúsinu.

Þriðjudagur 1. september kl. 19-?, sameiginleg æfing í Fjölbrautaskólasalnum fyrir tónleika á sunnudeginum, lögin með öllum kórunum.

Miðvikudagur 2. september kl. 20-?, æfing með Karlakórnum og hljómsveit í KK sal Vesturbraut, Suðurnesjalög.

Fimmtudagur 3. september.  Kl. 18, hljóðprufa í Svarta Pakkhúsinu.  Kl. 19, æfing í Fjölbrautaskólanum.  Kl. 21, tónleikar með Guðmundi Rúnari uppi á lofti í Svarta pakkhúsinu.  Mæting fyrir kl. 21.   Klæðnaður (hvít) skyrta, efri partur af búningnum okkar og gallabuxur (eða aðrar buxur) .  Þemað verður gult og rautt þannig að allir sem koma fram á tónleikunum eiga að vera í einhverju gulu eða rauðu, eða með eitthvað í þessum litum á sér.  Það má því vera í gulri eða rauðri skyrtu eða bol við svarta toppinn, eða vera með klút, trefil eða eitthvað þess háttar í þessum litum.

Föstudagur 4. september kl. 16, syngjum með Karlakórnum við opnun sýningarinnar Reykjanes 2009 í Íþróttaakademíunni, Suðurnesjalögin.  Mæting kl. 15.30.  Klæðnaður snyrtilegur.  Hljóðprufa á útisviði kl. 18.  Syngja með Guðmundi Rúnari á Stóra sviðinu kl. 20.30.  Mæting 10-15 mín. áður.  Klæðnaður þar er "eftir veðri" þ.e. vera vel klæddar því það er kalt á útisviðinu.

Laugardagur 5. september kl. 12, mæting í Tónlistarskólann á Þórustíg, upphitun fyrir tónleikana okkar.  Syngjum í Íþróttaakademíunni á sýningunni Reykjanes 2009 kl. 13.  Tónleikar í Bíósal Duushúsa kl. 14.  Klæðnaður eins og hver vill, snyrtilegar og sumarlegar .....helst í pilsi til að sveifla og trefill með fyrir sveifluna í "Sveiinu"!  Stóra sviðið um kvöldið tónleikar með KKK og hljómsveit, mæting í KK-salinn kl. 20.45, mæting við útisvið kl. 21.30.  Hljóðprufa líklega kl. 18.  Klæðnaður lopapeysur og gallabuxur.

Sunnudagur 6. september.  Tónleikar með fleiri kórum og einsöngvurum á Suðurnesjum í sal Fjölbrautaskólans kl. 16. Mæting ?__________________.  Það verður rennsli/generalprufa á sunnudeginum, líklega kl. 13.  Klæðnaður kórbúningurinn okkar.

 

Kæru söngsystur, framundan er mikið "húllum hæ".  Verum samtaka og skemmtum okkur í þessum ólíku verkefnum.  Mætum stundvíslega og munum eftir að láta raddformenn vita ef við getum ekki mætt á réttum tíma.  Í öllum verkefnunum nema í Bíósalnum megum við hafa nótur á tónleikunum, höfum þær í svartri möppu.  Æfum okkur heima.  Höfum með okkur eitthvað að drekka á æfingarnar.  Förum vel með okkur og njótum söngveislunnar sem við erum þátttakendur í .

Flettingar í dag: 15
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 87
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 63834
Samtals gestir: 15580
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 04:21:43
##sidebar_two##

Tenglar