Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

10.05.2009 13:30

Sumarfrí

Þá er aðalfundur og lokahóf að baki og kórinn kominn í sumarfrí.  Á aðalfundi sem haldinn var miðvikudaginn 6. maí urðu þær breytingar á stjórninni að Hildur Harðardóttir sem áður var varaformaður tók við formennsku kórsins og Erla Arnoddsdóttir sem gegnt hefur starfi formanns síðasta árið er nú varaformaður.  Að öðru leyti er aðalstjórn kórsins skipuð þeim Bryndísi Skúladóttur gjaldkera, Elísabetu Guðmundsdóttur ritara og Helgu Jakobsdóttur meðstjórnanda sem allar gáfu kost á sér áfram.  Nýir varamenn í stjórn eru Aðalheiður Gunnarsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir.  Nokkrar nefndir voru skipaðar, í skemmtinefnd eru Guðrún Gunnarsdóttir, Lára María Ingimundardóttir, Helga Hrönn Ólafsdóttir og Birta Rós Arnórsdóttir.  Í kaffinefnd eru Þórdís Símonardóttir og Dagný Hildisdóttir.  Í fjáröflunarnefnd er Aðalheiður Gunnarsdóttir, ekki fengust fleiri til að starfa í þeirri nefnd og er óskað eftir tveimur konum til viðbótar til starfa í fjáröflunarnefnd.  Á fundinum var Þórdís Símonardóttir verðlaunuð fyrir bestu mætingu á æfingar og einnig var Dagnýju Þórunni Jónsdóttur stjórnanda afhent gjöf í þakklætisskyni fyrir frábært starf.  Í lok fundarins var boðið upp á glæsilegar kaffiveitingar sem stjórnarkonur töfruðu fram.

Lokahófið var haldið föstudaginn 8. maí í Kiwanissalnum við Iðavelli og var kórbullum (mökum) boðið með.  Ljúffengur kvöldverður var framreiddur af Erni Garðarssyni og starfsfólki hans hjá Soho veitingum.  Að því loknu steig hin frábæra skemmtinefnd á stokk með skemmtiatriði sem svo sannarlega kitluðu hláturtaugarnar hjá viðstöddum.  Kórinn söng svo hið rússneska "Kalinka" og dönsuðu karlarnir kósakkadans við sönginn.  Keppni var um bestu tilþrifin og hlaut Benóný Guðjónsson (Binni hennar Ínu Dóru) verðlaun fyrir þau.  Það verður að segjast að margir fleiri áttu glæsileg tilþrif en Binni bar af.  Að skemmtiatriðum loknum fór gítarinn á loft og hófst þá fjöldasöngur og eitthvað var dansað líka.  Frábært kvöld og góður endir á vetrinum.

Eins og áður sagði er kórinn kominn í sumarfrí, óvenju snemma að þessu sinni.  Kórinn mun að venju syngja á Ljósanótt og vetrarstarfið hefst svo væntanlega í september.  Við viljum minna á að kórinn tekur að sér að syngja við ýmis tækifæri og geta áhugasamir haft samband við stjórnarkonur en upplýsingar um símanúmer og netföng þeirra er að finna hér á síðunni undir liðnum "Um kórinn".
Kórkonum, stjórnanda og meðleikurum er þakkað frábært starf í vetur.  Hafið það gott í sumar, sjáumst hressar í haust.


Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64636
Samtals gestir: 15880
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 07:54:04
##sidebar_two##

Tenglar