Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

04.05.2009 11:38

Aðalfundur og lokahóf

Þá er vortónleikum lokið auk fleiri atburða, það virðast allir vera sammála um að vel hafi tekist til og kórinn sé frábær þrátt fyrir "kveneklu".  Það hafðist að læra alla textana, sem var töluverð vinna á öllum þessum tungumálum.  Við erum frábærar, stelpur emoticon og svo erum við náttúrulega svo heppnar að hafa frábæran stjórnanda, hana Dagnýju okkar og ekki er hún Geirþrúður píanóleikari síðri.  Kærar þakkir til ykkar fyrir vel unnin störf og einnig til strákanna flottu, Valda og Jóns Árna sem spiluðu með okkur.  Vonandi berast myndir frá tónleikunum inn á síðuna fljótlega.

Næst á dagskrá er aðalfundur en hann verður haldinn í Listasmiðjunni núna á miðvikudaginn 6. maí kl. 20.  Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og að venju verður boðið upp á veitingar.  Það mæta að sjálfsögðu allar á fundinn!

Lokahófið verður síðan á föstudaginn 8. maí í Kiwanissalnum við Iðavelli.  Verð fyrir kórfélaga er kr. 1500 en fyrir "kórbullur" kr. 3000.  Tilkynna þarf um þátttöku á aðalfundinum eða hafa samband við stjórnarkonur í síðasta lagi á miðvikudag ef þið komist ekki á aðalfundinn, símanúmer og netföng hjá þeim eru undir liðnum "Um kórinn" hér á síðunni.

Húsið opnar kl. 19.30.  Borðhald hefst kl. 20.

Matseðill:

Forréttir
  • Cesar salat með feta osti, fræjum, sólþurrkuðum tómötum, ferskum parmesan osti og hvítlauks parmesan dressingu.
  • Heitreykt bleikja á couscous salati með piparrótarsósu
  • Brauð, hummus og rautt pesto
Steikarhlaðborð
  • Rósmarín-, hunangs- og sítrónumarineruð kalkúnabringa
  • Ofnsteikt kryddjurtamarinerað lambalæri
  • Innbökuð nautalund Wellington með sósu Chateau Briande
      Meðlæti
  • Sætar kartöflur og kartöflubátar með Miðjarðarhafsgrænmeti, ólífuolíu, hvítlauk og hlynsírópi
  • Gratineraðar kartöflur í hvítlauksrjómaostasósu
  • Blandað grænmeti
  • Tilheyrandi sósur - villisveppasósa og rauðvínssósa
Eftirréttur
  • Frönsk súkkulaðiterta með ávöxtum, þeyttum rjóma og Grand Marnier sósu
Maður fær nú bara vatn í munninn, þetta lítur vel út.  Það verður náttúrulega rosa fjör eins og alltaf hjá okkur, það verða heimatilbúin skemmtiatriði og diskó á eftir.  Góða skemmtun!




Flettingar í dag: 62
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 74
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 64647
Samtals gestir: 15881
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 08:17:24
##sidebar_two##

Tenglar