Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

10.12.2008 23:11

Tónleikar í Keflavíkurkirkju 14. desember 2008

Aðventutónleikar verða haldnir í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 14. desember kl. 20.00 til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja. 

Velferðarsjóður hefur það að markmiði að veita stuðning til einstaklinga og fjölskyldna á svæðinu til viðbótar þeim úrræðum sem þegar hafa verið í boði.  Velferðarsjóður á Suðurnesjum er starfræktur í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar.  Sjálfur stuðningurinn fer fram í gegnum þá aðila sem miðla styrkjum til fólks hér á svæðinu.  Ber þar að nefna kirkjurnar og ýmis líknarfélög.  Þau senda erindið áfram til Hjálparstarfsins sem veitir úr sjóðnum.  Allir geta lagt sjóðnum lið, bæði með beinum fjárframlögum og ekki síður ýmsu framtaki og söfnun.

Á tónleikunum koma fram:

Kvennakór Suðurnesja
Karlakór Keflavíkur
Kór Keflavíkurkirkju
Gleði-Gospel
Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari
Sigurður Flosason saxófónleikari


Stjórnendur eru Arnór Vilbergsson, Guðlaugur Viktorsson, Dagný Jónsdóttir og Ester Daníelsdóttir van Gooswillegen.

Arnór Vilbergsson er við píanóið.
Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson
Kynnir tónleikanna er Hjálmar Árnason.

Aðgangur er ókeypis, en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna í Velferðarsjóðinn.

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 28
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 63605
Samtals gestir: 15423
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 08:14:02
##sidebar_two##

Tenglar