Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

20.11.2008 22:20

Kvennakór Suðurnesja fékk Menningarverðlaun Reykjanesbæjar, Súluna 2008!

Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fór fram í kvöld og hlutu Kvennakór Suðurnesja og Leikfélag Keflavíkur hana að þessu sinni.  Við í Kvennakórnum erum að sjálfsögðu mjög ánægðar með verðlaunin og þökkum kærlega fyrir okkur. 
Kórinn hélt upp á fjörutíu ára afmæli á árinu, en það hefur verið mikil gróska í kórstarfinu undanfarin ár.  Í október á síðasta ári tók kórinn þátt í kórakeppni á Ítalíu með frábærum árangri.  Haldnir voru stórglæsilegir afmælistónleikar í febrúar ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og einsöngvurunum Bjarna Thor og Dagný Jónsdóttur stjórnanda kórsins.
Kórinn tók einnig þátt í landsmóti kvennakóra sem haldið var á Höfn í Hornafirði í vor, auk þess að koma fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ, Menningarnótt í Reykjavík og við fleiri tækifæri.
Til hamingju með verðlaunin og frábært starf, Kvennakór Suðurnesja!

Fleiri myndir í myndaalbúmi.

Flettingar í dag: 27
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 4
Samtals flettingar: 62875
Samtals gestir: 15281
Tölur uppfærðar: 1.5.2024 13:41:52
##sidebar_two##

Tenglar