Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

Færslur: 2009 Nóvember

30.11.2009 10:03

Æfing í Ytri-Njarðvíkurkirkju á miðvikudag

Æfing verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju á miðvikudag, 2. desember kl. 19.15.  Æfingin í kvöld (mánudag) verður í Listasmiðjunni kl. 20 að venju.

26.11.2009 22:29

Kvennakór Suðurnesja syngur í Árbæjarkirkju

Sunnudaginn 29. nóvember syngur Kvennakór Suðurnesja við messu í Árbæjarkirkju.  Messan hefst klukkan 14.  Sr. Þór Hauksson og sr. Sigrún Óskarsdóttir þjóna fyrir altari og Pétur Pétursson prófessor við guðfræðideild HÍ predikar.  Kirkjukórinn leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu auk þess sem Kvennakór Suðurnesja syngur nokkur lög.  Að lokinni messu verður kaffihlaðborð kvenfélags Árbæjarsafnaðar þar sem haldið verður líknarsjóðshappdrætti til styrktar bágstöddum í söfnuðinum.  Kvennakór Suðurnesja mun einnig syngja nokkur lög þar.
Mæting fyrir kórfélaga í Árbæjarkirkju kl. 13.

20.11.2009 08:55

Laufabrauðsdagur

Laugardaginn 21. nóvember verður laufabrauðsdagur hjá Kvennakór Suðurnesja.  Vegna mikilla vinsælda laufabrauðsins verður steikt meira magn en áður eða 1500 kökur í stað 1200 síðast.  Við byrjum kl. 9 á laugardagsmorgninum í Slippnum í Njarðvík að venju en við höfum um árabil fengið afnot af eldhúsinu þar í laufabrauðsgerðina.  Það er alltaf skemmtilegt að koma saman með börnum og barnabörnum og fá smá forskot á jólastemmninguna.  Munið eftir að taka með ykkur bretti, lítinn hníf og þær sem eiga laufabrauðsjárn endilega takið það með.

Kvennakórinn verður áfram með sölubás í Skansinum næstu helgar, 21.-22. nóvember, 28.-29. nóvember og 5.-6. desember.  Þar eru seld jólakort, afmælisdagatöl, geisladiskar og ýmislegt fleira.  Að sjálfsögðu verður laufabrauðið líka selt þar á meðan birgðir endast.

17.11.2009 09:37

Ekki æfing á miðvikudag, æfing á fimmtudag

Æfing fellur niður miðvikudaginn 18. nóv. en í staðinn verður æfing fimmtudaginn 19. nóv. kl. 20.

11.11.2009 13:24

Sölubás í Skansinum

Kvennakór Suðurnesja verður með sölubás í Skansinum næstu helgar þar sem seld verða jóla-/minningar-/tækifæriskort, afmælisdagatöl og ýmislegt fleira.  Kórinn verður á staðnum dagana 14. - 15. nóvember, 21. - 22. nóvember, 28. - 29. nóvember og 5. - 6. desember frá kl. 12-18.  Á kortunum og dagatölunum eru englamyndir eftir listakonuna Hildi Harðar sem hún hefur gefið kórnum afnot af.  Laugardaginn 21. nóvember fer kórinn í árlega laufabrauðsgerð og verður afraksturinn seldur á básnum á meðan birgðir endast.  Það er um að gera að kíkja við á Skansinum, en hann er staðsettur í gamla Rammahúsinu á Fitjum í Njarðvík.

05.11.2009 11:10

Allar raddir á mánudagsæfingum

Mánudaginn 9. nóvember og alla mánudaga fram að tónleikum eiga allar raddir að mæta á æfingu.  Nú þurfum við að spýta í lófana og klára að læra öll lögin og textana utan að, það er betra að vera búnar að syngja nokkrar æfingar blaðlaust til að vera öruggar á tónleikunum.

  • 1
Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 139
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118627
Samtals gestir: 28037
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:41
##sidebar_two##

Tenglar