Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

Færslur: 2009 Október

30.10.2009 10:04

Raddæfing hjá alt

Mánudaginn 2. nóvember verður raddæfing hjá alt.  Fyrir miðvikudaginn eiga allar að vera búnar að læra "Ég bið þig Guð að gæta mín".

22.10.2009 08:58

Raddæfing hjá messó

Þar sem raddæfingin hjá messó féll niður sl. mánudag verður raddæfing hjá messó mánudaginn 26. október.  Vera búnar að læra "Haustvísur til Máríu", "Pater Noster" og "Heil sért þú María" fyrir miðvikudaginn.

21.10.2009 18:09

Engin æfing í kvöld

Æfing fellur niður í kvöld, miðvikudag 21. október vegna veikinda.

17.10.2009 12:30

Raddæfing hjá messó

Mánudaginn 19. október verður raddæfing hjá messó.  Fyrir miðvikudag eiga allar að vera búnar að læra lagið "Haustvísur til Máríu", og þær sem ekki eru búnar að læra "Pater Noster" og "Heil sért þú María" halda áfram með þau. 

15.10.2009 08:42

Aðalfundur Gígjunnar

06.10.2009 - Aðalfundur Gígjunnar 2009 verður haldinn 17. október


Laugardaginn 17. október kl. 16-18 verður aðalfundur Gígjunnar haldinn í Söngskólanum Domus Vox, Laugavegi 116, 105 Reykjavík.

Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar.

  2. Reikningar.

  3. Umræða um skýrslu og reikninga.

  4. Tillögur og lagabreytingar.

  5. Ákvörðun árgjalds.

  6. Kosning formanns.

  7. Kosning stjórnar- og varamanna.

  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

  9. Önnur mál.

Lagabreytingar og aðrar tillögur frá aðildarkórum skulu berast stjórn eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Í lok fundar verður til umfjöllunar Gildi nefnda og öflugs félagsstarfs í kvennakórum.

Framsögu hafa fulltrúar úr kvennakórum sem hafa mikla reynslu af þátttöku í félagsstarfi á vegum sinna kóra.

Aðildarkórar Gígjunnar eru hvattir til þess að senda formann og stjórnir sínar á fundinn. Hver kór fer með tvö atkvæði á fundinum.

Stefnumótun Gígjunnar er í höndum aðildarfélaga, aðalfundar og þeirra aðila sem kosnir eru til stjórnunar- og nefndarstarfa, því er mjög mikilvægt að allir kórar sendi fulltrúa sína.

Aðildarkórar eru einnig hvattir til að koma með tillögur að lagabreytingum. Breytingartillögur þurfa að berast fyrir fundinn þannig að hægt sé að kynna þær fyrir öðrum kórum með tölvupósti. Vinsamlegast sendið allar tillögur eða hugmyndir að lagabreytingum á
netfangið: gigjan2003(hjá)gmail.com fyrir laugardaginn 3. október.

Við hlökkum til þess að sjá ykkur sem flestar á fundinum.
Með bestu kveðjum frá stjórn Gígjunnar;

Dagbjört, Kyrjurnar
Jófríður, Kvennakór Kópavogs
Þorgerður, Vox feminae
Þuríður, Kvennakór Reykjavíkur
Heiða, Kvennakór Suðurnesja

09.10.2009 20:55

Raddæfing hjá sópran

Mánudaginn 12. október verður raddæfing hjá sópran.  Fyrir miðvikudaginn eiga allar að vera búnar að læra "Pater Noster".
  • 1
Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 139
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118627
Samtals gestir: 28037
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:41
##sidebar_two##

Tenglar