Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

18.05.2012 17:37

Aðalfundur Kvennakórs Suðurnesja

Miðvikudaginn 23. maí  kl. 20:00-22:00 verður aðalfundur Kvennakórs Suðurnesja haldinn í aðstöðu kórsins í Listasmiðjunni að Ásbrú.

Dagskrá aðalfundar:

1.      Skýrsla stjórnar

Ritari les fundargerð síðasta fundar.

Formaður gefur skýrslu um starfsemi á liðnu starfsári.

2.      Reikningar

Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga og skýrir þá.

3.      Umræða um skýrslu og reikninga.

4.      Formenn nefnda skýra frá störfum þeirra:

Ferðanefnd

Skemmtinefnd 

Matarnefnd

Búninganefnd

Kaffinefnd

            5.   Tillögur og lagabreytingar.

6.   Ákvörðun mánaðargjalds.

7.   Kosning stjórnar og varamanna.

8.   Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

9.   Kosið í nefndir.

Auk þeirra sem að ofan eru taldar verður kosið í fjáröflunarnefnd, húsnefnd og laufabrauðsnefnd.

          10.   Önnur mál.

Lagabreytingar og aðrar tillögur frá kórfélögum skulu berast stjórn eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund.

Stefnumótun Kvennakórs Suðurnesja er í höndum kórfélaga, aðalfundar og þeirra aðila sem kosnir eru til stjórnunar- og nefndarstarfa, því er mjög mikilvægt að allar konur mæti á aðalfundinn.

Vinsamlegast sendið allar tillögur eða hugmyndir að lagabreytingum á netfangið  inadorah@gmail.com fyrir miðvikudaginn 23. maí 2012.   

Flettingar í dag: 102
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 139
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118627
Samtals gestir: 28037
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 22:32:41
##sidebar_two##

Tenglar