Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

15.08.2011 20:35

Æfingar fyrir Ljósanótt

Kvennakór Suðurnesja tekur að venju þátt í Ljósanótt 2011 
Kórinn mun syngja í Víkingaheimum föstudagskvöldið 2. september. Um er að ræða viðburð þar sem nokkrir aðilar taka þátt en skipulagið er í höndum stelpnanna í Spiral hönnun. Nánari upplýsingar verða gefnar á fyrstu æfingu. Laugardaginn 3. september syngur kórinn síðan í Bíósal Duushúsa kl. 16.30. Æfing / upphitun verður sama dag kl. 11 í Listasmiðjunni.
Æfingar fyrir Ljósanótt verða 22., 24., 29. og 31. ágúst kl. 20 í Listasmiðjunni. Vinsamlega takið með nótur vorsins ef þið þurfið að rifja upp. Sem dæmi um lög sem gott er að rifja upp má nefna Dagný, Bahama, Draumalandið, Angel, Mambo, Make a joyful, Frjáls eins og fuglinn og Feel good.


Hugmyndir fyrir lagaval og fjáraflanir
Eins og flestar kórkonur vita er stefnan tekin á Færeyjar í vor og því þurfum við að fara að "negla" lagaval og íhuga leiðir til fjáröflunar. Þar með eruð þið hvattar til þess að koma hugmyndum áleiðis til stjórnar.

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 119001
Samtals gestir: 28081
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:50:30
##sidebar_two##

Tenglar