Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

19.11.2010 08:37

Laufabrauð

Laugardaginn 20. nóvember ætla kórkonur í Kvennakór Suðurnesja að koma saman ásamt fjölskyldum til að steikja laufabrauð. Dagurinn hefst kl. 9 og er ætlunin að steikja 1500 kökur þannig að það verður haldið áfram þar til allt er búið. Konur eru hvattar til að taka fjölskylduna með og taka forskot á jólastemninguna, það er um að gera að hafa sem flestar hendur í útskurðinum, því fyrr verður þetta búið. Þetta er fyrir löngu orðinn fastur liður í fjáröflun kórsins og hefur laufabrauðið frá kórnum verið mjög vinsælt. Þeir sem hafa áhuga á að ná sér í laufabrauð frá kvennakórnum geta haft samband við kórkonur. Símanúmer og netföng hjá stjórnarkonum er að finna hér á síðunni undir liðnum "Um kórinn". Framundan hjá kórnum eru aðventutónleikar sem verða haldnir í Stapa miðvikudaginn 1. desember ásamt söngsveitinni Víkingum, auk þess sem kórinn ætlar að kíkja í heimsókn á Garðvang og Hlévang og syngja fyrir eldri borgara þar.
Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118950
Samtals gestir: 28074
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:29:24
##sidebar_two##

Tenglar