Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

20.11.2009 08:55

Laufabrauðsdagur

Laugardaginn 21. nóvember verður laufabrauðsdagur hjá Kvennakór Suðurnesja.  Vegna mikilla vinsælda laufabrauðsins verður steikt meira magn en áður eða 1500 kökur í stað 1200 síðast.  Við byrjum kl. 9 á laugardagsmorgninum í Slippnum í Njarðvík að venju en við höfum um árabil fengið afnot af eldhúsinu þar í laufabrauðsgerðina.  Það er alltaf skemmtilegt að koma saman með börnum og barnabörnum og fá smá forskot á jólastemmninguna.  Munið eftir að taka með ykkur bretti, lítinn hníf og þær sem eiga laufabrauðsjárn endilega takið það með.

Kvennakórinn verður áfram með sölubás í Skansinum næstu helgar, 21.-22. nóvember, 28.-29. nóvember og 5.-6. desember.  Þar eru seld jólakort, afmælisdagatöl, geisladiskar og ýmislegt fleira.  Að sjálfsögðu verður laufabrauðið líka selt þar á meðan birgðir endast.
Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 119001
Samtals gestir: 28081
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:50:30
##sidebar_two##

Tenglar