Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

12.08.2009 13:26

Æfingar hafnar fyrir Ljósanótt

Þá eru æfingar hafnar fyrir Ljósanótt, en fyrsta æfing var á mánudagskvöld, 10. ágúst.  Nokkuð góð mæting var miðað við árstíma.  Næsta æfing verður í kvöld kl. 19.30 og svo áfram alla mánudaga og miðvikudaga fram að Ljósanótt.  Það lítur út fyrir að það verði nóg að gera hjá Kvennakórnum á Ljósanótt, en nú þegar er ákveðið að kórinn syngi á vinnustofutónleikum með Guðmundi Rúnari Lúðvíkssyni fimmtudagskvöldið 3. september, í Duushúsum að venju á laugardeginum 5. september og á sunnudeginum 6. september tekur kórinn þátt í tónlistarveislu þar sem fjöldi tónlistarfólks mun koma fram.  Auk þessa hefur verið rætt um að kórinn komi fram á útisviði bæði á föstudags- og laugardagskvöld en það hefur ekki verið endanlega ákveðið.  
Undanfarin ár hefur verið sett upp sölutjald við Hafnargötuna þar sem Kvennakórinn hefur verið með fjáröflun, s.s. flóamarkað og vöfflusölu.  Þar sem svona mikið verður að gera hjá kórkonum í söngnum hefur verið ákveðið að kórinn verði ekki með sölutjald að þessu sinni.
Flettingar í dag: 192
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 193
Gestir í gær: 127
Samtals flettingar: 94988
Samtals gestir: 24495
Tölur uppfærðar: 4.12.2024 08:52:09
##sidebar_two##

Tenglar