Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

25.06.2009 09:47

Æfingar fyrir Ljósanótt

Æfingar fyrir Ljósanótt munu hefjast 10. ágúst sem er fyrr en áætlað var þar sem kórinn verður með töluvert af nýju efni, bæði á sunnudeginum í Keflavíkurkirkju og á vinnustofutónleikunum með Guðmundi Rúnari, auk þess sem þarf að fara yfir efnið sem verður á tónleikum kórsins á laugardeginum.   Það sem kórinn syngur með Guðmundi
verður allt einraddað og ekki þarf að læra textana utanað.  Textarnir verða sendir með tölvupósti og diskum með tónlistinni verður dreift á næstu dögum þannig að konur geti verið búnar að læra okkar laglínur áður en æfingar hefjast, þá ætti ekki að þurfa miklar æfingar fyrir það.  Við þurfum að læra nýtt efni fyrir tónleikana á sunnudeginum og þurfum við einhvern tíma til að æfa það.  Svo eru konur hvattar til að halda við lögunum okkar og sérstaklega textunum í sumar, þá þarf minni tíma til að fara yfir það fyrir Ljósanótt.
Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118950
Samtals gestir: 28074
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:29:24
##sidebar_two##

Tenglar