Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

19.06.2009 11:01

Ljósanótt

Það verður nóg að gera hjá Kvennakór Suðurnesja á Ljósanótt sem verður haldin í 10. sinn dagana 3.-6. september 2009.  Kórinn mun væntanlega syngja á laugardeginum að venju, en auk þess hefur Guðmundur Rúnar Lúðvíksson myndlistar- og tónlistarmaður beðið kórinn að syngja með honum í nokkrum lögum eftir hann ásamt hljómsveit á vinnustofutónleikum við upphaf Ljósanætur þann 3. september kl. 21.  Stjórn kórsins hefur ákveðið að verða við þeirri beiðni og munu kórkonur fljótlega fá sendan disk með lögunum ásamt textum til að hlusta á í sumar og síðan verða æfingar í ágúst.  Auk þess hefur Arnór, organisti í Keflavíkurkirkju óskað eftir nærveru kórsins í kirkjunni á sunnudeginum 6. september ásamt öllum kórum á svæðinu.
Æfingar fyrir prógrammið á laugardeginum verða 24., 26. og 31. ágúst og 2. september, en væntanlega verða fleiri æfingar fyrir hin atriðin en ekki er komin tímasetning á þær.
Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118950
Samtals gestir: 28074
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:29:24
##sidebar_two##

Tenglar