Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

22.05.2009 11:06

Annar vinnudagur 25. maí

Það var vaskur hópur fólks sem mætti í æfingaaðstöðu kvennakórsins í Listasmiðjunni í gær.  Þeir fyrstu voru mættir um níuleytið og var strax hafist handa við að tæma salinn svo að hægt væri að rífa teppaflísar af gólfinu.  Þegar þær voru farnar af kom í ljós að undir þeim voru dúkaflísar sem voru einnig látnar fjúka.  Einnig var gömlum skáp og veggplötum hent út.  Á meðan karlarnir og nokkrar konur unnu við þetta tóku hinar konurnar til við að flokka nótnasafn kórsins, en það er orðið töluvert stórt og mikil vinna að fara í gegnum það.  Þar sem veðrið var frábært var ákveðið að hætta uppúr hádegi og hittast aftur á mánudagskvöld 25. maí kl. 19.  Þá verður haldið áfram að flokka nóturnar auk þess sem æfingasalur verður málaður.  Nú mæta allir sem vettlingi geta valdið!

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 119001
Samtals gestir: 28081
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:50:30
##sidebar_two##

Tenglar