Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

07.12.2008 19:50

Kvennakór Suðurnesja söng í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Sunnudaginn 30. nóvember sl. söng Kvennakór Suðurnesja við messu í Ytri-Njarðvíkurkirkju.  Auk kvennakórsins komu einnig fram barnakór og unglingakór ásamt ungum hljóðfæraleikurum.  Kvennakórinn flutti fjögur jólalög, þar á meðal var frumflutningur á lagi Jóns Ásgeirssonar sem Gígjan, landssamband kvennakóra, fékk hann til að semja fyrir kvennakóra landsins í tilefni af áttræðisafmæli hans.  Margir kvennakórar víðsvegar á landinu frumfluttu lagið þennan dag, og vakti þessi atburður töluverða athygli í fjölmiðlum.  Tókst flutningur Kvennakórs Suðurnesja á laginu mjög vel og létu kirkjugestir vel af söngnum.
Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118950
Samtals gestir: 28074
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:29:24
##sidebar_two##

Tenglar