Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

24.11.2008 10:49

Laufabrauðsgerð

Síðastliðinn laugardag safnaðist fríður flokkur kórkvenna ásamt börnum og barnabörnum saman í mötuneyti Slippsins í Njarðvík í þeim tilgangi að búa til laufabrauð, en það er árleg fjáröflun Kvennakórs Suðurnesja.  Einstaka eiginmenn (eða kórbullur eins og við köllum þá) kíktu við og aðstoðuðu jafnvel við laufabrauðsgerðina, það væri nú gaman að sjá meira af þeim í þessu næst. emoticon Það er alltaf góð stemmning þegar kórinn fer í laufabrauðsgerð, mikið spjallað og hlustað á tónlist og fær jólatónlistin að fljóta með þó aðventan sé ekki byrjuð, því það að gera laufabrauð tilheyrir náttúrulega jólaundirbúningnum.  Pöntuð var pítsa fyrir hópinn í hádeginu og rann hún ljúflega niður.  Allt gekk þetta vel, þær fyrstu mættu kl. 9 um morguninn og var byrjað að skera út, en steikingunni seinkaði aðeins þar sem feitin sem var pöntuð kom ekki með kökunum og varð því að redda því öðruvísi.  Sigurjón bakari bjargaði því og lét okkur hafa feiti, og var byrjað að steikja á fullu um ellefuleytið.  Það var góð mæting og því var búið að skera allt út fyrir fjögur og búið að steikja fyrir fimm, alls 1200 kökur sem margar hverjar eru listaverk, svo flottur er útskurðurinn.  Oft hefur verið búið að selja allt fyrirfram, enda margir fastakúnnar, en eitthvað hefur það gengið hægar fyrir sig í þetta sinn og því töluvert eftir enn.  Þær sem eiga eftir að selja geta tekið kökur á æfingu í kvöld.
Kærar þakkir til allra sem mættu, sérstaklega til allra krakkanna sem voru sko ekkert smá dugleg. emoticon

Fleiri myndir í myndaalbúmi, einnig tvær nýjar í albúmi frá afhendingu Súlunnar.

Flettingar í dag: 147
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 119001
Samtals gestir: 28081
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:50:30
##sidebar_two##

Tenglar