Eldra efni

Kvennakór Suðurnesja

Afmælisdagur:

22. febrúar 1968

Um:

Æfingar mánudaga (raddæfingar) í Tónlistarskólanum í Garði og miðvikudaga í KK-salnum, Vesturbraut 17-19, Reykjanesbæ kl. 19:30

Kennitala:

591071-0259

21.05.2008 23:51

Heimsókn á Garðvang og Brúðkaup framundan!

   Jæja dömur,  þá fer þessu starfsári að ljúka og sumarið svo sannarlega farið að ylja manni.Búið að vera mjög annasamur vetur hjá okkur og skemmtilegur í alla staði, og allt gengið upp! Aðalfundi lokið, sem heppnaðist mjög vel og ný stjórn mynduð.       
    Núna um helgina ætlum við svo að enda þetta með því að syngja á Garðvangi og í brúðkaupi. Við ætlum að hittast útí Garði, nánar tiltekið í tónlistarskólanum í Garði og hita þar upp klukkan 16.00, þaðan verður svo farið á Garðvang og sungin nokkur lög fyrir heimilisfólkið þar.  Síðan liggur leið okkar í Samkomuhúsið í Sandgerði þar sem við ætlum að taka lagið í Brúðkaupi Gísla syni hennar Díu okkar. Þar tökum við nokkur vel valin lög og bræðum gesti og gangandi einsog okkur er einum lagið!
Mætum allar í okkar fínasta, (eða búningunum okkar fallegu) og með söng á vörum og gleði í hjarta! 
Sjáumst hressar!! 
Flettingar í dag: 96
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 329
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 118950
Samtals gestir: 28074
Tölur uppfærðar: 4.4.2025 14:29:24
##sidebar_two##

Tenglar